Stefnir í sigur „málþófsins“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingi rétt í þessu að því miður stefndi í að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sigur í stjórnarskrármálinu. „Málþófsflokkurinn“ gæti haldið uppi málþófi og sett dagskrá þingsins í uppnám en það gengi ekki, svo skömmu fyrir kosningar. Kjósendur yrðu að geta hitt þingmenn og mörg mikilvæg mál biðu afgreiðslu í þinginu.

Sjálfstæðismenn og fleiri hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Það sé illa ígrundað og illa unnið. Þá hafa þeir og fleiri gagnrýnt að einungis var gefin einnar viku frestur til að veita umsögn um frumvarpið.

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fráleitt að þingið gæfi frá sér það vald að setja stjórnarskrá. Á meðan hann væri á þingi myndi hann gera sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að slíkt frumvarp yrði samþykkt. Hann myndi flytja ræður um málið, hvort sem er að nóttu eða degi, ef þess þyrfti með. Björn sagðist ekki skilja í þeim þingmönnum sem vildu svipta Alþingi valdi til að setja stjórnarská og hvatti hann kjósendur til að kjósa sér ekki þingmenn sem vildu svipta þingið þessu valdi.

Sjálfstæðismenn vilja fresta umræðum um málið og fremur ræða mál sem skipta fjölskyldur og fyrirtæki máli. Tólf þingmenn eru nú á mælendaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka