Umræðu um breytingar á stjórnarskrá hefur verið frestað. Þetta kom í ljós eftir að fundi þingflokksformanna lauk og þingfundur hófst á nýjan leik klukkan 18:15. Þess í stað hófst umræða um breytingar á ýmsum lögum um fjármálamarkaðinn.
Skv. heimildum mbl.is hafa ýmis samtöl, bæði formleg og óformleg, átt sér stað milli flokkanna um stjórnarskrármálið. Engin lokaniðurstaða hefur hins vegar fengist.