Vilhjálmur Þ.: Engir styrkir frá FL Group

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Tryggvason

Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, seg­ist enga styrki hafa þegið frá FL-Group í tengsl­um við próf­kjörs­bar­áttu sína haustið 2005. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig frek­ar um hvaða styrki hann fékk í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Í frétt­um RÚV í gær­kvöldi skoraði Svandís Svavars­dótt­ir á Guðlaug Þór Þórðar­son, Vil­hjálm Þ. Vil­hjálms­son og Geir H. Haar­de að opna bók­hald próf­kjara sinna vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2006 og þing­kosn­inga 2007. Vil­hjálm­ur hef­ur beðið innri end­ur­skoðun borg­ar­inn­ar að skoða málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert