Bubbi er sleginn

Bubbi Morthens.
Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar

„Ég er sleg­inn,“ seg­ir tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens spurður út í yf­ir­stand­andi spill­ing­ar­mál og efna­hags­glundroða.

„Ég er sleg­inn yfir því að stjórn­völd ætli að láta al­menn­ing blæða. Það er greini­legt að yf­ir­völd ætla að bjarga bönk­un­um og bakka þá upp í því að kné­setja fólkið. Af hverju fá fyr­ir­tæki fyr­ir­greiðslu en al­menn­ing­ur ekki? Auðvitað gap­ir maður,“ seg­ir Bubbi og finnst und­ar­legt að talað sé um spill­ingu í sam­bandi við ný­leg­ar frétt­ir af styrk­veit­ing­um. „Það er und­ar­legt að það sé talað um spill­ingu þar, miðað við banka­dæmið. Þar var um heilu millj­arðana að ræða. Þetta er eins og tú­skild­ing­ur með gati við hliðina á því!“

Bubbi Mort­hens hef­ur skipu­lagða tón­leika­ferð um landið á morg­un og byrj­ar á Norður- og Aust­ur­landi en fyrstu tón­leik­arn­ir eru í Dal­vík­ur­kirkju annað kvöld. Spurður hvort hann eigi von á meiri titr­ingi á lands­byggðinni vegna yf­ir­stand­andi ár­ferðis seg­ir Bubbi lands­byggðina búna að vera í frjálsu falli í tutt­ugu ár. „Ég hef verið að syngja um þetta í mörg ár. Sjáðu t.d. lagið „Aldrei fór ég suður“, sem er fyrsta stóra lagið mitt um hrunið úti á landi. Lands­byggðin hef­ur átt al­veg gríðarlega erfitt og hef­ur verið að glíma við vanda­mál­in hér á suðvest­ur­horn­inu í ára­tugi. Fólks­flótti, fyr­ir­tækja­flótti, kvót­inn horf­inn, afla­brest­ur og svo má telja,“ seg­ir Bubbi sem kveðst þó ekki ætla sér að vera með neinn böl­móð á kom­andi tón­leik­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert