Búið að opna Hrafnseyrarheiði

Sumarið nálgast óðum og stutt í að snjórinn víki.
Sumarið nálgast óðum og stutt í að snjórinn víki. Rax / Ragnar Axelsson

Búið er að opna bæði Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði en þar eru hálkublettir, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Vegir á Suður- og Suðausturlandi eru auðir. Á Vesturlandi eru hálkublettir í Svínadal, á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á örfáum köflum en hálka er á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru á Ströndum.

Á Norðurlandi er hálkublettir á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir eða snjóþekja er á Norðausturlandi, bæði yfir fjöllin og
eins með ströndinni frá Öxarfirði að Vopnafirði - og á Vopnafjarðarheiði. Hálkublettir eru á Vatnsskarði eystra og á
Breiðdalsheiði en vegir á Austurlandi eru þó víðast hvar auðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert