Búið að sleppa öllum

Frá aðgerðum lögreglu við Vatnsstíg í morgun.
Frá aðgerðum lögreglu við Vatnsstíg í morgun. mbl.is/Júlíus

Skv. upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu er búið að sleppa öll­um 22 sem voru hand­tekn­ir í aðgerðum lög­reglu við Vatns­stíg í Reykja­vík í morg­un.

Hóp­ur fólks hafði komið sér fyr­ir í óleyfi í húsi við göt­una og neitaði að yf­ir­gefa það þrátt fyr­ir fyr­ir­mæli lög­reglu. Um var að ræða fimmtán karla og sjö kon­ur en fólkið er flest á þrítugs­aldri, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert