Fær ekki útreikning á hátekjuskatti

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.

Birgir Ármannsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, mun leita eftir útreikningum ríkisskattstjóra á því hvað hugmyndir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um aukaskatt á hærri tekjur myndu skila ríkissjóði miklu. Fjármálaráðuneytið kveðst ekki hafa forsendur til að reikna þetta út.

Fjármálaráðherra svaraði skriflegri fyrirspurn Birgis á Alþingi. Fram kom að engar tillögur liggja fyrir í ráðuneytinu um ný skattþrep og þess vegna ekki neinir útreikningar um tekjur af slíku. Jafnframt er tekið fram að í fjármálaráðuneytinu liggur ekki fyrir áætlun um skattskyldar tekjur einstaklinga 2009, þannig sérgreindar að áætla megi tekjubreytingar af nýju skattþrepi og verði væntanlega ekki fyrr en lokið hefur verið álagningu tekjuskatts á þessu ári.

Meiri skattahækkanir

Hann mun fylgja þessu eftir með því að leita eftir útreikningum ríkisskattstjóra. „Tíminn er naumur. Þetta er meðal þeirra mála sem hljóta að koma til skoðunar í kosningunum. Þarna er um að ræða skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur sagt að verði hluti af aðgerðum hans og hans samstarfsmanna til að jafna fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði,“ segir Birgir.

„Ég tel að raunverulegar tekjur af þessum sérstöku skattþrepum yrðu afar litlar og hef áhyggjur af því að þegar til kastanna kemur verði um meiri skattahækkanir að ræða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert