Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingi

Hælisleitendur og stuðningasmenn þeirra í dómsmálaráðuneytinu.
Hælisleitendur og stuðningasmenn þeirra í dómsmálaráðuneytinu. Ragnar Axelsson

Nokkrir hælisleitendur og stuðningsmenn þeirra munu taka sér stöðu fyrir framan Alþingi í dag. Um er að ræða mótmæli fyrir hönd allra hælisleitenda á Íslandi. Tilgangurinn er að minna stjórnvöld á tilvist hælisleitenda og bið þeirra. Mótmælin eiga að standa yfir, alla vega, næstu daga.

Í tilkynningu kemur fram að þess er krafist að íslensk stjórnvöld hætti að misnota Dyflinarreglugerðina, sem gerir þeim kleyft að senda hælisleitendur kerfisbundið til annarra Evrópulanda.

„Þau lönd sem Íslendingar senda hælisleitendur einna helst til eru þéttsetin af þúsundum hælisleitenda sem munu aldrei sjá umsóknir sínar skila þeim mannréttindum né tækifærum.

Þess vegna krefjum við þess að íslensk stjórnvöld sýni þá ábyrgð sem hún hefur þegar skrifað undir, með því að virða mannréttindi og sýna mannúðlegri meðferðir. Sú krafa er krafa mótmælana, og vonumst við til að fólk samþyki hana og styðji,“ segir í tilkynningu mótmælenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert