Hóta að aflífa hreindýrskálf

Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf.
Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf. mbl.is/Albert Kemp

Dag­björtu Briem Gísla­dótt­ur, bónda á Sléttu utan við Reyðarfjörð, finnst sem Um­hverf­is­stofn­un hafi sýnt henni lít­ilsvirðingu með því að hóta að af­lífa hrein­dýr­skálf­inn Líf. Dag­björt hef­ur fóstrað Líf frá því í fyrra­vor þegar hann fannst yf­ir­gef­inn af móður sinni við veg­arkant.

Að sögn Dag­bjart­ar hringdi starfsmaður Um­hverf­is­stofn­un­ar í mann henn­ar fyr­ir þrem­ur vik­um og benti á að þau þyrftu leyfi um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins ef þau ætluðu að halda dýrið áfram.  „Við báðum um um­sókn­ar­gögn og feng­um þá svona hót­un­ar­bréf. Í því er vitnað í laga­grein­ar um hand­söm­un villtra dýra fyr­ir dýrag­arða og söfn eða vegna rann­sókna og unda­neld­is. Í bréf­inu seg­ir að á Sléttu sé vistað hrein­dýr sem ekki hafi feng­ist leyfi fyr­ir sam­kvæmt þess­um laga­grein­um. Þess­ar laga­grein­ar eiga ekki við í þessu til­felli. Við vor­um bara að bjarga dýr­inu sem var að dauða komið,“ seg­ir Dag­björt

Karl Karls­son, sér­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un, seg­ir það alls ekki hafa verið ætl­un­ina að valda sár­ind­um með bréf­inu þótt skrifað hafi verið að dýrið skyldi af­lífað yrði ekki sótt um leyfi fyr­ir því. „Þar sem við vit­um af þess­um kálfi er ekki hægt annað en að benda form­lega á lög­in. Ef þau ætla að halda kálf­inn áfram verða þau að sækja um leyfi. Neiti ráðuneytið um leyfi mun það vænt­an­lega út­skýra hvað það vilji að gert verði."

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert