Kjaraskerðing þegar hafin

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.

Kjaraskerðing hjá opinberum starfsmönnum er þegar hafin, að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. Hún sagði að orð Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykjavík norður, um að fremur eigi að lækka laun opinberra starfsmanna en að fækka störfum, hitti BHM illa fyrir.

Miðstjórn BHM kemur saman til fundar kl. 15.00 og mun væntanlega álykta um hugmyndir um lækkun launa opinberra starfsmanna, að sögn Guðlaugar.

Kjarasamningar BHM losnuðu 1. apríl s.l. Guðlaug sagði ákveðið samráð vera með aðilum vinnumarkaðarins. Þar væri m.a. rætt um fjárhagsvanda ríkisins og aðgerðir tengdar honum. „Svona einhliða yfirlýsingar eru ekki til þess fallnar að auka traust í svoleiðis samræðum,“ sagði Guðlaug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert