Kolbrún á fund vegna skipulags

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. mbl.is/Steinar Hugi

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra hefur verið boðuð á fund umhverfisnefndar Alþingis í dag ásamt oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna staðfestingar á breytingu á skipulagi hreppsins sem nú er til umfjöllunar í ráðuneytinu. Breytingin snýst um að koma Holta- og Hvammsvirkjunum í Þjórsá inn á skipulag.

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra segist ekki þekkja málið efnislega en það sé til umfjöllunar hjá lögfræðideild ráðuneytisins. Það sé skylda ráðherra að staðfesta skipulag, ef það er unnið í samræmi við lög.

Fimm mánuði í ráðuneytinu

Í svari hreppsins kemur fram sú krafa að Kolbrún Halldórsdóttir víki sæti sem umhverfisráðherra við afgreiðslu málsins í ljósi þess að hún hafi tjáð sig mikið um virkjanirnar og skoðanir hennar kunni að hafa áhrif á niðurstöðuna. Formaður umhverfisnefndar hefur óskað eftir því að Atli Gíslason, varaformaður nefndarinnar, sitji ekki fundinn í dag, en hann skrifar annað athugasemdabréfið til ráðherra sem lögmaður kærenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert