Komnir upp á aðra hæð

Karlmaður veifar fána úti af lítilli syllu. Lögregla er að …
Karlmaður veifar fána úti af lítilli syllu. Lögregla er að brjóta sér leið upp á aðra hæð. mbl.is/Júlíus

Lög­reglu­menn eru komn­ir upp á efri hæð húss­ins við Vatns­stíg 4. Not­ast var við vél­sög til að saga rúm, vöru­bretti og annað sem hústöku­fólk hef­ur sett í veg fyr­ir. Óvíst er hversu marg­ir eru í hús­inu, en þeir hrópa slag­orð út um glugga húss­ins.

Lög­reglu­menn komu á staðinn fyr­ir klukk­an átta í morg­un. Eft­ir að hafa metið aðstæður fóru þeir bak­dyra­meg­in inn. Þeir þurftu að brjóta sér leið inn en hústöku­fólk hafði komið fyr­ir slag­brandi. Hústöku­fólkið hef­ur kastað ávöxt­um, jóg­úrt og ýms­um lausa­mun­um í lög­regl­una. Einnig gera þeir að lög­reglu­mönn­um köll.

Til rysk­inga kom og voru þrír hand­tekn­ir fyr­ir að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um lög­regl­unn­ar.

Lög­regla fer sér ró­lega og saga sér leið upp á efri hæð húss­ins. Að sögn sjón­varvotta er hústöku­fólk úti í glugg­um og veif­ar til áhorf­enda.

Meðal þess sem kallað hef­ur verið út um glugg­ann, er að lög­regla hafi notað gasúða sinn inni í hús­inu. Hústöku­fólk held­ur því fram að lög­regla hafi borað gat á gólfið og sprautað upp til hústöku­fólks­ins. Það hef­ur ekki feng­ist staðfest.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert