Lög um greiðsluaðlögun samþykkt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Alþingi samþykkti nú undir kvöld frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Einnig voru samþykkt lög um  hækkun vaxtabóta um 30%, um  styrkari skattframkvæmd og hömlur gegn skattundanskoti og lög um Bjargráðasjóð.

Öll voru þessi frumvörp samþykkt samhljóða.

Reiknað er með að þingfundur standi fram eftir kvöldi en 11 mál eru enn á dagskrá yfirstandandi þingfundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka