Lögregla rýmir Vatnsstíg 4

Lögregla hefur náð yfirráðum yfir húsinu.
Lögregla hefur náð yfirráðum yfir húsinu. mbl.is/Júlíus

Á milli fjörtíu og fimmtíu lögreglumenn í óeirðabúningum hafa brotið sér leið inn í Vatnsstíg 4 í Reykjavík þar sem hústökufólk hefur við. Nokkrir hafa verið handteknir og notuðu lögreglumenn gasúða eftir að öllu lauslegu var kastað í þá. Götunni var lokað og eru átta lögreglubílar á staðnum.

Þá er slökkviliðið í viðbragðsstöðu og eins sérsveit ríkislögreglustjóra. Til ryskinga kom á milli hústökufólks og lögreglu, en að sögn lögreglu er allt rólegt eins og er. Hústökufólkið verður handtekið og fært til skýrslutöku.

Lögregla hafði gefið hústökufólkinu frest til kl. 16 í gærdag til að rýma húsið. En lét þó ekki sjá sig.   Hústökufólkið sagði í gær það, að lögregla kom ekki, sýna að hún væri hrædd við samstöðu fólksins.

Lögreglan kom hins vegar að húsinu um klukkan 8 í morgun. Milli fjörtíu og fimmtíu lögreglumenn í óeirðabúningum brutu sér leið inn og kölluðu lögreglumenn í gjallarhorn: „Rýmið húsið!“. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert