Sextán handteknir

Verið að fara með hústökufólk niður á lögreglustöð.
Verið að fara með hústökufólk niður á lögreglustöð. mbl.is/Júlíus

Lög­regla hef­ur leitt niður hústöku­fólkið sem var á ann­arri hæð Vatns­stígs 4. Not­ast var við gasúða til að vinna bug á fólk­inu. Það var síðan fært í lög­reglu­bíla og flutt af vett­vangi. Með því hef­ur lög­reglu tek­ist að rýma allt húsið. Enn er þó nokkuð mik­ill viðbúnaður á svæðinu. Allt í allt voru sex­tán hand­tekn­ir

Lög­reglu­menn komu á staðinn fyr­ir klukk­an átta í morg­un. Eft­ir að hafa metið aðstæður fóru þeir bak­dyra­meg­in inn. Þeir þurftu að brjóta sér leið inn en hústöku­fólk hafði komið fyr­ir slag­brandi. Hústöku­fólkið kastaði m.a. ávöxt­um, jóg­úrt og ýms­um lausa­mun­um í lög­regl­una. Þrír voru hand­tekn­ir strax fyr­ir að hlýða ekki fyr­ir­mæl­um.

Tölu­verðan mann­fjölda hef­ur dregið að til að fylgj­ast með aðgerðum lög­regl­unn­ar.

Um tutt­ugu manns sett­ust fyr­ir fram­an við lög­reglu­bíla en þeim var rutt burtu frek­ar auðveld­lega, án átaka.

Lögreglumenn leiddu hústökufólkið út í bíla sína fyrir skömmu.
Lög­reglu­menn leiddu hústöku­fólkið út í bíla sína fyr­ir skömmu. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert