Verjum velferðina

Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur …
Guðjón Arnar Kristjánsson, Þráinn Bertelsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Ögmundur Jónasson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Golli

Afar góð mæt­ing er á loka­fundi ÖBÍ og Þroska­hjálp­ar í fund­arröðinni Verj­um vel­ferðina sem nú fer fram á Grand hót­eli. Þar flytja er­indi og sitja fyr­ir svör­um full­trú­ar allra stjórn­mála­flokka sem bjóða fram til alþing­is nema frá Lýðræðis­hreyf­ing­unni. Full­trú­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­rýndu rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks fyr­ir að hafa ekki nýtt góðærið til að styrkja vel­ferðar­kerfið. Þessu mót­mælti formaður Sjálf­stæðis­flokks harðlega.

„Við nú­ver­andi aðstæður þarf að styrkja vel­ferðina,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Sagði hún ámæl­is­vert að rík­is­stjórn­ir Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hefði ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að vel­ferðar­kerf­inu held­ur hafi það verið veikt.

Þetta var meðal þess sem fram kom á loka­fundi ÖBÍ og Þroska­hjálp­ar í fund­arröðinni Verj­um vel­ferðina sem hald­inn var á Grand hót­eli fyrr í kvöld fyr­ir full­um sal. Spurn­ing fund­ar­ins til full­trúa flokk­anna var: Hvernig ætl­ar þinn flokk­ur að verja vel­ferðina?

Orðum Jó­hönnu mót­mælti Bjarni Bene­dikts­son, alþing­ismaður og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, harðlega og sagði út­gjöld til vel­ferðar­mála hafa vaxið í valdatíð Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hann sagði rangt að valið standi milli þess að skera niður eða hækka skatta.

Aðrir fram­sögu­menn á fund­in­um eru:

Ögmund­ur Jóna­son, heil­brigðisráðherra og þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs

Guðjón Arn­ar Krist­ins­son, alþing­ismaður og formaður Frjáls­lynda flokks­ins

Sig­mund­ir Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins

Þrá­inn Bertels­son, rit­höf­und­ur og fram­bjóðandi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar

Fram kom í máli fund­ar­stjóra að Lýðræðis­hreyf­ing­unni hefði verið boðið að senda full­trúa, en eng­inn mætti fyr­ir þeirra hönd.

Fund­ar­gest­um gafst kost­ur á að koma skrif­leg­um spurn­ing­um til fram­bjóðenda og bár­ust ógrýnni spurn­inga til fund­ar­stjóra sem bar upp spurn­ing­arn­ar. Meðal þess sem spurt var að var hvernig full­trú­ar flokk­anna hygðust standa að hækk­un ör­orku- og elli­líf­eyr­is­bóta og hvort staðið yrði við lög. Fram­bjóðend­ur sögðu marg­ir að það yrði mjög snúið að reyna að hækka bæt­urn­ar á næsta ári og töldu ekki rétt að lofa ein­hverju sem ómögu­legt væri að lofa. Það væri sam­bæri­legt við það að lofa að það yrði sól allt næsta ár.  Einnig var spurt var hvort fram­bjóðend­ur teldu pen­ing­um til Tón­lista­húss­ins í Reykja­vík vel varið.

Guðmund­ur Magnús­son, vara­formaður ÖBÍ, sem sit­ur í pall­borði var spurður hvort hann teldi að setja ætti þak á greiðsluþátt­töku sjúk­linga í heil­brigðis­kerf­inu. Sagði hann ljóst mál að grund­vall­ar­atriði væri að setja slíkt þak. Bjarni Bene­dikts­son var spurður að því sama og sagðist telja að hægt væri að ná al­menna sam­stöðu um þetta. Hins veg­ar væri annað mál hvar þakið yrði sett og hversu langt væri gengið í því að láta alla þjón­ustu ganga þar und­ir. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir sagði það grund­vall­ar­atriði að aðgengi al­menn­ings að heil­brigðis­kerf­inu væri jafn óháð efna­hag. Þar ætti sér­stak­lega að hlífa barna­fólki og líf­eyr­isþegum. Sagði hún að tryggja þyrfi að eng­inn borgi meira en hann geti miðað við fjár­hag.

Full­trú­ar flokk­anna voru spurðir hvort gera ætti átak í því að texta inn­lent sjón­varps­efni og hvort til greina komi að viður­kenna ís­lenskt tákn­mál sem op­in­bert tungu­mál. Sig­mund­ur Davíð tel­ur lít­inn kostnað fel­ast í því að túlka inn­lent efni. Guðjón Arn­ar sagði þing­menn Frjáls­lynda flokks­ins lengi hafa verið tals­menn þess að tákn­mál væri viður­kennt og inn­lent efni textað.

Bjarni sagði mik­il­vægt að leita al­mennt leiða til að auka virkni þeirra í sam­fé­lag­inu sem til umræðu voru á fund­in­um, hvort held­ur það eru fötluð börn í skóla­starfi eða fatlaðir full­orðnir á vinnu­markaði. Það sé bæði mikið rétt­læt­is­mál og þurfi ekki að fela í sér auka út­gjöld fyr­ir ríkið.

Þrá­inn sagðist vilja gjald­fría heil­brigðisþjón­ustu. Jó­hanna sagði af­komu­trygg­ingu líf­eyr­isþega um ára­bil hafa verið bar­áttu­mál fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Sagði hún ljóst að enn væri margt ógert í upp­bygg­ingu í þjón­ustu við fatlaðra, t.d. í bú­setu­mál­um. Minnti hún á að í fé­lags­málaráðuneyt­inu hefði á síðasta ári þegar verið byrjað á út­tekt á end­ur­skoðun á al­manna­trygg­inga­kerf­inu. Sagði hún að hefði hún eitt­hvað um það að setja í næstu rík­is­stjórn þá myndi hún leggja mikla áherslu á að end­ur­skoðunin verði kláruð.

Sig­mund­ur Davíð var spurður að því hvernig Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni bregðast við því að sís­tækk­andi hóp­ur fólks hef­ur ekki leng­ur efni á að leysa lyf sín út. Sagði hann alla áhersl­una vera á það að koma í veg fyr­ir að fólk lendi í þess­ari stöðu, því þegar svo er komið muni kostnaður­inn hvort sem er lenda á rík­inu.

Bjarni var spurður að því hvort al­menn­ing­ur þyrfti að stofna mannúðarfé­lag um sjálft sig, sam­bæri­legt við það sem tíðkast hef­ur að stjórn­mála­menn hafa gert í tengsl­um við próf­kjörs­bar­átt­ur sín­ar, til þess að njóta skatta­afslátt­ar. Bjarni sagði það ógeðfellda leið að stofna slík fé­lög til þess að kom­ast hjá því að greiða skatta. Ögmund­ur mót­mælti þeim orðum Bjarna um umræðuna um mannúðafé­lög í tengsl­um við stjórn­mála­menn að slíkt væri enda­leysa. Ögmund­ur velti upp þeirri spurn­ingu hvort í lagi væri að veita fjár­mála­mönn­um aðgang að heil­brigðis­kerf­inu líkt og rætt hef­ur verið um í tengsl­um við skipu­lags­breyt­inga í heil­brigðis­kerf­inu á Suður­nesj­um. Ögmund­ur kallaði eft­ir því að öll aðkoma fjár­mála­manna að heil­brigðis­kerf­inu þyrfti að vera upp á borðinu.

„Sjálf­stæðis­menn hafa staðið fyr­ir því að hér í landi hefðu all­ir aðgang að heil­brigðis­kerf­inu óháð efna­hag. Það er ekki bein og breið leið, en þangað vilj­um við fara,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son.

Guðjón Arn­ar sagði að horfa þyrfti á raun­tekj­ur og tryggja öll­um raun­tekj­ur sem duga venju­legu fólki með eðli­leg dag­leg út­gjöld.

Jó­hanna benti á að það hefði verið henn­ar for­gangs­verk­efni að verja kjör þeirra sem minnst eiga í sam­fé­lag­inu og að hún myndi gera það áfram sitji hún í rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar. Sagði hún lyk­il­atriði að vernda skatt­leys­is­mörk­in, þar sem þau skipti svo miklu máli fyr­ir lægst launaða fólkið fyr­ir utan af­komu­trygg­ing­una. „Það sem er mik­il­væg­ast og þarf að gera, þrátt fyr­ir niður­skurð og skatta­hækk­an­ir, er að vernda kjör þeirra sem eru með lægstu- og meðal­tekj­ur,“ sagði Jó­hanna og sagði að þessi hóp­ur hefði í reynd borið mestu birgðarn­ar í valdatíð Sjálf­stæðis­floks og Fram­sókn­ar­flokks. Sagði hún líka mik­il­vægt að frí­tekju­mark hefði verið hækkað og látið ná til tekna líf­eyr­isþega og ör­yrkja. Sagði hún að við síðustu fjár­laga­gerð hefði alls ekki reynst auðvelt að standa við þetta.

Frá fundinum í kvöld.
Frá fund­in­um í kvöld. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert