Alls hafa 19.248 einstaklingar komið á sjúkrahúsið Vog í 53.858 skipti á rúmum 30 árum en 9,4% karla og 4% kvenna á Íslandi sem eru eldri en 15 ára hafa komið á Vog. 4% af öllum stúlkum og 5% af öllum drengjum á Íslandi koma í meðferð á Sjúkahúsið Vog fyrir 20 ára aldur.
Meira en helmingur þeirra sem komið hefur á Vog hefur verið þar aðeins einu sinni og 80% verið þar 3 sinnum eða sjaldnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram á vef SÁÁ.
SÁÁ borgar um 60.000 krónur með hverjum sjúklingi sem kemur á
Vog en SÁÁ er ekki ríkisstofnun heldur almannasamtök sem byggja starf
sitt á sjálfboðaliðastarfi og frjálsum framlögum auk verktakavinnu fyrir
sjúkratryggingar. SÁÁ hefur greitt um 900 milljónir með meðferðinni á undanförnum 12
árum.