Fréttaskýring: Akureyri teygir sig norður fyrir bauginn

Eyjan fagra norðan við land sameinast væntanlega Akureyri í kjölfar …
Eyjan fagra norðan við land sameinast væntanlega Akureyri í kjölfar kosninganna eftir rúma viku. Óhjákvæmileg þróuna að margra mati. mbl.is/ÞÖK

Íbúar Akureyrar og Grímseyjar kjósa um sameiningu sveitarfélaganna um leið og þeir greiða atkvæði í Alþingiskosningunum um aðra helgi. Áhugi almennings á málinu virðist ekki ýkja mikill en reiknað er með að sameiningin verði samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á báðum stöðum.

Það sem Akureyringar virðast helst hræðast er að sameiningin verði bænum kostnaðarsöm og vísað er til þess þegar bæjarfélagið sameinaðist Hrísey. Fljótlega var þar byggt nýtt íþróttahús og farið í fleiri framkvæmdir en hafa ber í huga að í tengslum við þá sameiningu fékk höfuðstaður Norðurlands aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þeirra framkvæmda sem nauðsynlegar voru taldar. Þá er Grímsey ekki sambærileg við Hrísey að því leyti að sveitarfélagið er ágætlega statt fjárhagslega og útsvarstekjur vegna hvers íbúa töluvert hærri en á Akureyri.

Óhjákvæmileg þróun?

Þorlákur telur sameiningu sem þessa framtíðina fyrir „dvergríki“ eins og Grímsey. Erfitt sé að sinna öllum verkefnum sem þeim sé skylt samkvæmt lögum og óhjákvæmileg þróun sé að sveitarfélögum fækki og þau stækki. „Við höfum það alveg þokkalegt og höfum ekkert verið að kvarta en ástandið hér getur orðið enn betra,“ sagði Þorlákur í samtali við Morgunblaðið.

Hvorki Þorlákur né Garðar óttast að stóri bróðir gleypi þann litla, þó svo íbúar í Grímsey hafi ekki verið nema 92 um síðustu áramót.

Einn viðmælenda Morgunblaðsins nefndi að sjálfsagt mætti gera ráð fyrir einhverjum hrepparíg, sérstaklega til að byrja með, en varla þyrfti að hafa miklar áhyggjur af slíku til frambúðar.

Grímseyingar hafa alltaf verið í nánu sambandi við Akureyringa. Prestur frá Akureyri þjónaði lengi í Grímsey, heilsugæslan á Akureyri sér um læknisþjónustu í eyjunni og elstu nemendur grunnskóla – krakkar í 8., 9. og 10. bekk – stunda nám á Akureyri.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir reynsluna af sameiningunni við Hrísey góða og telur nærtækast fyrir Grímsey að sameinast stærsta sveitarfélaginu við fjörðinn. „Grímseyingar afla vel, eru ágætlega stæðir og verða ekki baggi á Akureyringum. Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því,“ segir Sigrún.

Bæjarbúar velta því dálítið fyrir sér hvers vegna Akureyri ætti að vilja sameinast Grímsey en eina svarið við því er líklega það að menn verði að horfa á málið í stóru samhengi; sameining sveitarfélaga sé óhjákvæmileg og þetta sé bara eitt skref. Svo má náttúrlega benda á að það er ekki á hverjum degi sem menn geta eignast hlutdeild í heimskautsbaug.

Grímseyri - Akurey

Íbúar í Grímsey eru nú 92 og hafa nokkuð lengi verið á bilinu 90 til rúmlega 100. Þegar mest var bjuggu rúmlega 120 manns í eynni.

Á Akureyri búa nú um það bil 17.500 manns.

Útsvarstekjur í Grímsey eru töluvert hærri en á Akureyri. Árið 2006, þegar íbúar í Grímsey voru 99, greiddu eyjaskeggjar að meðaltali 338.00 krónur í útsvar en hver íbúi á Akureyri að meðaltali 236.000 kr. Útsvarsgreiðsla hvers íbúa Grímseyjar árið 2007 fór niður í 266.000 krónur en var þá 260.000 kr. á Akureyri og í fyrra voru heildarútsvarstekjur Akureyrarbæjar um 5 milljarðar. Íbúarnir þá 17.500 þannig að útsvar á íbúa var að meðaltali 285.00 krónur. Samkvæmt bráðabirgðatölum hækkaði útsvar Grímseyinga töluvert á milli áranna 2007 og 2008; var í fyrra 326.000 krónur á hvern íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert