Fékk hland fyrir hjartað

00:00
00:00

Nikulási Úlfari Más­syni for­stöðumanni Húsafriðun­ar­nefnd­ar rík­is­ins blöskraði aðferðir lög­reglu við að rýma húsið við Vatns­stíg 4. Í gær. Hann seg­ir fjölda fólks hafa hringt til sín og verið hneykslað á þeirri út­reið sem húsið fékk.  Ekki liggi fyr­ir heim­ild til að rífa húsið.

Hann seg­ir ekki laust við að hann hafi fengið hland fyr­ir hjartað þegar hann sá aðgerðirn­ar í gær. Lög­regl­an hafi beitt kúbeini og keðju­sög og í raun mulið húsið niður. Krakk­arn­ir hafi hótað því að fara inn í fleiri hús og hann voni að lög­regl­an beiti fram­veg­is öðrum aðferðum við að rýma göm­ul hús.

Húsið við Klapp­ar­stíg 4, er frá ár­inu 1901 og því eitt af elstu hús­un­um á reitn­um sem verk­taka­fyr­ir­tækið ÁF vill rífa til að reisa glæsi­bygg­ingu. Það hef­ur þó ekki verið friðað og Húsafriðun­ar­nefnd hef­ur ekki lagst gegn niðurrifi. Það þarf sér­stakt leyfi til að rífa hús sem eru eldri en frá ár­inu 1918. Nikulás Úlfar seg­ir að það hafi ekki verið gerð til­laga um að vernda þetta hús, Þeir sem vilji vernda hús hafi staðið í varn­ar­bar­áttu og þurf að gefa ým­is­legt eft­ir. Þetta hús hafi ein­fald­lega verið fórn­ar­lamb þess­ara hugs­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert