Styrking gjaldeyrisvarnanna munu skila árangri. Krónan er farin að styrkjast lítillega og hún mun halda áfram að styrkjast. Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, við umræður á þinginu í dag.
Björgvin sagði mestu skipta að ná samningum við eigendur krónu- og jöklabréfa um hvernig gengið verði frá málum þeirra. „Batamerkin eru mörg,“ sagði Björgvin.
Pétur H. Blöndal Sjálfstæðisflokki tók málið upp og sagðik fall krónunnar að undanförnu mikið áhyggjuefni fyrir heimilin í landinu. Búast megi við að aukin verbólga fylgi í kjölfarið. Pétur sagði það spurningu hvort háir stýrivextir Seðlabankans hefðu þau áhrif að fella krónuna í stað þess að styrkja hana.