Mikill munur á íbúðaverði

Mikill munur er á íbúðaverði eftir hverfum og landshlutum.
Mikill munur er á íbúðaverði eftir hverfum og landshlutum. Rax / Ragnar Axelsson

Verð á íbúðarhúsnæði er mjög misjafnt eftir landshlutum. Það er hæst á höfuðborgarsvæðinu en innan þess er líka talsverður verðmunur eftir hverfum. Hæst er verð á íbúðum í fjölbýli í Reykjavík innan Hringbrautar og Snorrabrautar en lægst í tveimur hverfum Breiðholts.

Samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands var meðal kaupverð á íbúðarhúsnæði hæst á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu október 2008 - mars 2009. Þar var meðalkaupverð hvers fermetra 255.291 kr. Næst kom Reykjanes þar sem hver fermetri kostaði 170.671 kr. Íbúðaverðið var langlægst á Vestfjörðum en þar var meðalkaupverð hvers fermetra 71.416 kr. 

Íbúðaverð í fjölbýli er mjög misjafnt eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabilinu október 2008 - mars 2009 var meðal kaupverð á hverjum fermetra 299.758 kr. innan Hringbrautar og Snorrabrautar í Reykjavík. Næst komu hverfi á borð við Mela og Haga, Lönd og Háaleitisbraut, Sjáland í Garðabæ og Álfaskeið í Hafnarfirði. Lægst var meðalkaupverð hvers fermetra í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu í Seljum og Hólum í Reykjavík.

Tekið skal fram að misjafnlega margar eignir af ólíkum stærðum lágu að baki þessum meðaltölum á fermetraverði eftir hverfum eða landshlutum. 

Fasteignaskrá Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert