Mikill munur á íbúðaverði

Mikill munur er á íbúðaverði eftir hverfum og landshlutum.
Mikill munur er á íbúðaverði eftir hverfum og landshlutum. Rax / Ragnar Axelsson

Verð á íbúðar­hús­næði er mjög mis­jafnt eft­ir lands­hlut­um. Það er hæst á höfuðborg­ar­svæðinu en inn­an þess er líka tals­verður verðmun­ur eft­ir hverf­um. Hæst er verð á íbúðum í fjöl­býli í Reykja­vík inn­an Hring­braut­ar og Snorra­braut­ar en lægst í tveim­ur hverf­um Breiðholts.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Fast­eigna­skrár Íslands var meðal kaup­verð á íbúðar­hús­næði hæst á höfuðborg­ar­svæðinu á tíma­bil­inu októ­ber 2008 - mars 2009. Þar var meðal­kaup­verð hvers fer­metra 255.291 kr. Næst kom Reykja­nes þar sem hver fer­metri kostaði 170.671 kr. Íbúðaverðið var lang­lægst á Vest­fjörðum en þar var meðal­kaup­verð hvers fer­metra 71.416 kr. 

Íbúðaverð í fjöl­býli er mjög mis­jafnt eft­ir hverf­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Á tíma­bil­inu októ­ber 2008 - mars 2009 var meðal kaup­verð á hverj­um fer­metra 299.758 kr. inn­an Hring­braut­ar og Snorra­braut­ar í Reykja­vík. Næst komu hverfi á borð við Mela og Haga, Lönd og Háa­leit­is­braut, Sjá­land í Garðabæ og Álfa­skeið í Hafnar­f­irði. Lægst var meðal­kaup­verð hvers fer­metra í fjöl­býli á höfuðborg­ar­svæðinu í Selj­um og Hól­um í Reykja­vík.

Tekið skal fram að mis­jafn­lega marg­ar eign­ir af ólík­um stærðum lágu að baki þess­um meðal­töl­um á fer­metra­verði eft­ir hverf­um eða lands­hlut­um. 

Fast­eigna­skrá Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert