Orðalag í bréfum verður endurskoðað

Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf.
Dagbjört Briem Gísladóttir og Líf. mbl.is/Albert Kemp

Umhverfisstofnun harmar þann misskilning, sem upp kom þegar stofnunin sendi ábúendum á Sléttu bréf með leiðbeiningum varðandi umsókn um áskilin leyfi til þess að halda hreindýrakálfi, sem þar er í fóstri.
Segist stofnunin munu í kjölfarið endurskoða orðalag sambærilegra bréfa.

Dagbjört Briem Gísladóttir, bóndi að Sléttu, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að um hefði verið að ræða hótunarbréf um að verði ekki sótt um leyfi til að halda dýrið verði það skotið.

Umhverfisstofnun segist hafa viljað  gefa leiðbeiningar varðandi umsókn um áskilin leyfi til þess að halda hreindýrakálfinum. Markmið bréfsins hafi ekki að hóta því að Umhverfisstofnun hyggðist aflífa dýrið, enda ekki í verkahring stofnunarinnar að taka ákvörðun þess efnis. Markmið bréfsins hafi verið að ítreka nauðsyn þess að sótt yrði um leyfi fyrir kálfinum.

Jafnframt hafi ábúandanum verið gerð grein fyrir því að yrði ekki sótt um leyfi til umhverfisráðuneytis um að handsama og halda dýrið kynni niðurstaða að verða sú að dýrið yrði aflífað. 

Karl Karlsson, dýrlalæknir hjá Umhverfisstofnun, hafði samband í morgun við ábúendur á Sléttu og er í heimsókn á bænum til þess að ræða nánar leyfisumsóknina, kanna aðstæður sem og leita leiða til að finna farsæla lausn, enda hafi það alltaf staðið til, að sögn Umhverfisstofnunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert