Matjurtaræktun hefur aukist gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarið á sama tíma og efnahagskreppan bítur mörg heimili illa. Með auknu atvinnuleysi leitast margir við að bæta hag heimilanna með því að rækta sitt eigið grænmeti en víða er boðið upp á matjurtagarða á vegum sveitarfélaga. Svipað virðist vera uppi á teningnum á Íslandi en mikill áhugi er meðal Reykvíkinga á að ræta garðinn sinn.
Samþykkt var í janúar að fjölga matjurtagörðum á vegum Reykjavíkurborgar verulega og hafa margir óskað eftir því að fá garði úthlutað fyrir sumarið.
Um það bil 600 garðar tilheyra skólagörðunum og stundum sameinast heilu skólabekkirnir um einn garð. Nú verður boðið upp á 200 stóra garða (100 fm) í Skammadal fyrir almenning í stað 100 áður og til viðbótar verður hægt að leigja um 100 minni garða (20 fm) í skólagörðum í borginni.
Sjá nánari upplýsinga um úthlutun matjurtagarða í Reykjavík