Kona sem handtekin var á Vatnsstíg í gær, þar sem hústökufólk hélt við í húsi, sakar lögreglumann um að hafa beitt harðræði við handtöku. Konan sagði í samtali við fréttastofu RÚV að maðurinn hefði vísvitandi slegið höfði sínu í hurðarstaf. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hvetur konuna til að kæra málið.
Konan, sem er á þritugsaldri segist hafa fengið heilahristing auk þess sem brotnað hafi upp úr tönn. Hún ætlar að kæra atvikið.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir lögreglu hafa gætt meðalhófs í aðgerðum sínum.