Segir Steingrím búa í glerhúsi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Árni Sæberg

Birgir Ármannsson alþingismaður segir í yfirlýsingu að Steingrímur J. Sigússon fjármálaráðherra ætti ekki að gagnrýna Kristján Þór Júlíusson fyrir að þiggja laun áfram frá Akureyarbæ. Sjálfur fái Steingrímur
myndarlega viðbót við þingfararkaup sitt vegna ákvæða í eftirlaunalögunum umdeildu.

,,Steingrímur J. Sigfússon var að agnúast út í Kristján Þór Júlíusson í kjördæmaþætti ríkissjónvarpsins fyrr í kvöld vegna launagreiðslna sem sá síðarnefndi hefði þegið vegna starfa sinna fyrir bæjarstjórn Akureyrar samhliða þingmennsku," segir Birgir. ,,Deila má um hversu málefnalegt eða smekklegt það er af Steingrími að reyna að koma höggi á pólitískan andstæðing með þessum hætti, en ef þetta á að verða línan í kosningabaráttunni hlýtur að vera eðlilegt að eitt skuli yfir alla ganga – meðal annars margnefndan Steingrím.

Af því tilefni má minna á greiðslur sem Steingrímur tryggði sjálfum sér með atbeina sínum að framlagningu eftirlaunafrumvarpsins svonefnda 2003. Meðal lagabreytinga sem í því fólust var sérstakt ákvæði um mánaðarlegar aukagreiðslur til formanna stjórnmálaflokka, sem ekki eru jafnframt ráðherrar. Þetta ákvæði tryggði Steingrími milli 15 og 16 milljónir króna í aukagreiðslur á þeim tíma sem leið frá setningu eftirlaunalaganna og þar til hann tók við ráðherraembætti fyrr á þessu ári."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka