Strandveiðar í stað byggðakvóta

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra áform­ar að koma á nýj­um flokki veiða, strand­veiðum, þar sem heim­ilaðar verða frjáls­ar hand­færa­veiðar við strönd­ina. Gert er ráð fyr­ir að nýja kerfið komi í stað svo­nefnds byggðakvóta.

Fram kom á blaðamanna­fundi, sem Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hélt í dag, að hann hefði kynnt rík­is­stjórn­inni á þriðju­dag þau áform sín að fresta út­hlut­un byggðakvóta nú á þessu fisk­veiðiári til að skapa svig­rúm fyr­ir breytta stefnu til styrk­ing­ar og örvun­ar at­vinnu­starf­semi í sjáv­ar­byggðum. Hafi rík­is­stjórn­in lýsti yfir stuðningi við þessi meg­in­sjón­ar­mið.

Stein­grím­ur ger­ir ráð fyr­ir, að fram komi frum­varp til breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða þegar að aflokn­um kosn­ing­um til að koma á strand­veiðum til reynslu, strax í sum­ar, að því gefnu að  frum­varpið verði að lög­um. Þar af leiðandi er gert ráð fyr­ir að byggðakvóta verði ekki út­hlutað á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

Sam­kvæmt hug­mynd­um Stein­gríms verða heim­ilaðar frjáls­ar hand­færa­veiðar við strönd­ina.  Strand­veiðarn­ar munu þó í meg­in­at­riðum tak­mark­ast ann­ars veg­ar af þeim heild­arafla  sem ráðstafað er sér­stak­lega í þessu skyni og hins veg­ar af stærð báta. Gert er ráð fyr­ir að strand­veiðum verði í fyrstu komið á til reynslu. Síðan verður metið hvernig til hafi tek­ist og fram­hald ákveðið.

Mark­miðið er nýt­ing sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar á nýj­um grunni þar sem mönn­um verði gert mögu­legt að stunda frjáls­ar veiðar með strönd­inni á sjálf­bær­an og ábyrg­an hátt.

Stein­grím­ur sagði, að nú­ver­andi stjórn fisk­veiða sé gagn­rýnd fyr­ir að erfitt sé fyr­ir nýja aðila að hefja veiðar í at­vinnu­skyni. Með strand­veiðunum sé opnað á tak­markaðar veiðar þeirra sem ekki þurfa að vera hand­haf­ar veiðiheim­ilda. Þannig sé til að mynda ungu og áhuga­sömu fólki auðveldað að afla sér reynslu og þekk­ing­ar um leið og sveigja­leiki er auk­inn.

Gert er ráð fyr­ir, að til strand­veiðanna verði ráðstafað þeim heim­ild­um, sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6127 tonn­um af óslægðum botn­fiski auk 2000 tonna viðbót­ar sem ráðherra ákveður. Þetta magn myndi stofn strand­veiðanna, en fyr­ir­mynd­in er sótt í verklag við svo­nefnda línuíviln­un. Öllum verður frjálst að stunda þess­ar veiðar sem upp­fylla þau al­mennu skil­yrði sem sett verða.

Alls eru skráðir um 720 haf­fær­ir bát­ar und­ir 15 brútt­ót­onn­um. Um 650 þess­ara báta hafa stundað fisk­veiðar í at­vinnu­skyni á síðastliðnum árum. Var­an­leg­ar afla­heim­ild­ir eru bundn­ar við 350 þeirra en til viðbót­ar eru um 140 bát­ar með var­an­leg­ar afla­heim­ild­ir en eru ekki með gilt haf­færi sem oft­ast er þá inn­lagt. Til viðbót­ar er ein­hver fjöldi báta sem var­an­leg­ar afla­heim­ild­ir eru ekki bundn­ar við og ekki hafa gilt haf­færi.

Til­kynn­ing sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert