5 sérálit nefndar um Evrópumál

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti yfir vonbrigðum sínum á því að ekki hefði náðst samkomulag um breytingu á stjórnarskránni svo fyrr mætti sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi nefndar um þróun Evrópumála í Þjóðmenningarhúsinu, sem nú stendur yfir.

Nefndin starfaði styttra en lagt var upp með, enda stofnuð af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Fjöldi hagsmunasamtaka átti sæti í nefndinni.  Ekki náðist samkomulag nefndarmanna heldur byggir niðurstaðan á fimm sérálitum: Séráliti Framsóknarflokks, séráliti BSRB, sameiginlegu séráliti Samfylkingu, ASÍ, SI, SVÞ, SAF og VÍ, séráliti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og séráliti Sjálfstæðisflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert