Alvarlegum slysum fjölgar

mbl.is/Einar Magnús Magnússon

Þrátt fyr­ir mikla fækk­un bana­slysa og minni­hátt­ar slysa árið 2008 þá hef­ur átt sér stað aukn­ing í fjölda al­var­legra slysa. Þetta má meðal ann­ars lesa í ný­út­kom­inni slysa­skýrslu Um­ferðar­stofu fyr­ir árið 2008.

Í skýrsl­unni seg­ir að árið 2008 hafi í flesta eða alla staði verið betra en árið 2007 hvað varðar fjölda slysa. Árang­ur­inn er þó ekki ásætt­an­leg­ur eða góður sé hann bor­inn sam­an við lengra tíma­bil og þau mark­mið sem sett hafa verið í bar­átt­unni gegn um­ferðarslys­um. Það mark­mið um­ferðaör­ygg­is­áætl­un­ar stjórn­valda til árs­ins 2016 að sam­an­lagður fjöldi lát­inna og al­var­lega slasaðra í um­ferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári er ekki að nást.


Heild­ar­fjölda um­ferðarslysa fækk­ar um 5,3%

Heild­ar­fjölda slysa og slasaðra fækk­ar á milli ár­anna 2007 og 2008.  Slys­um með meiðslum fækk­ar úr 1147 í 1085 eða um 5,4%.  Al­var­lega slösuðum fjölg­ar hins veg­ar úr 195 í 200 (+2,6%) en lítið slösuðum fækk­ar úr 1463 í 1373 sem er 6,2% fækk­un.  Heild­ar­fjöldi slasaðra og lát­inna fækk­ar úr 1673 í 1585 eða um 5,3%.

Fjöldi bana­slysa í sögu­legu lág­marki

12 manns létu lífið í um­ferðinni í fyrra, tíu Íslend­ing­ar, einn Jap­ani og einn Pól­verji. Ein­ung­is einu sinni hafa færri lát­ist í um­ferðinni á einu ári síðan árið 1970. Það var árið 1996 en þá létu 10 manns lífið.  Á ár­un­um 1999 – 2008 lét­ust að meðaltali 23 í um­ferðarslys­um á Íslandi en það er u.þ.b. 90% fleiri en lét­ust í fyrra.

  • 11 þeirra sem létu lífið voru í bíl­um en 1 var á bif­hjóli.
  • 4 af þeim 11 sem létu lífið í bíl­um voru ekki í bíl­belt­um. Það und­ir­strik­ar að þeir fáu ein­stak­ling­ar sem ekki nota ör­ygg­is­belti eru í marg­falt meiri lífs­hættu en þeir sem nota belti.
  • 10 karl­ar létu lífið og 2 kon­ur.
  • 5 létu lífið í þétt­býli en 7 í dreif­býli. Slys með mikl­um meiðslum voru 97 í þétt­býli en 67 í dreif­býli.
  • 7 af þeim 12 sem lét­ust voru 60 ára eða eldri og er það óvenju hátt hlut­fall þessa ald­urs­hóps í bana­slys­um. Sama á við um hlut­falls­leg­an fjölda þessa ald­urs­hóps í al­var­leg­um slys­um en hann fór úr rétt tæp­lega 13% í 19% milli ár­anna 2007 og 2008.
  • Eng­in þeirra sem lést var yngri en 17 ára en það hef­ur ekki gerst síðan 1993.
  • Það má ætla að koma hefði mátt í veg fyr­ir al­var­leg­ar af­leiðing­ar þriggja bana­slysa ef um­hverfi veg­ar­ins hefði verið með ákjós­an­leg­um ör­ygg­is­búnaði og frá­gangi. Þó verður að taka til­lit til þess að flest slys­in or­sak­ast af fleiri en ein­um sam­verk­andi þátt­um.

Sam­an­b­urður við hin Norður­lönd­in

Árið 2008 er annað árið í röð þar sem Ísland er með lægstu dán­artíðni í um­ferðarslys­um á Norður­lönd­um miðað við fólks­fjölda. Bana­slys­um fækk­ar á milli ára hjá öll­um Norður­lönd­un­um nema hjá Norðmönn­um. Mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur verið að fækka dauðsföll­um í um­ferðinni um 50% á ár­un­um 2001-2010. Nú er aðeins eitt ár eft­ir af því tíma­bili og ekk­ert bend­ir til þess að það mark­mið ná­ist. Íslend­ing­ar sem og aðrir Norður­landa­bú­ar hafa náð viss­um ár­angri en þó ekki nægj­an­lega mikl­um til að fyrr­nefnt mark­mið ná­ist. Taka þarf til­lit til þess að vegna fá­menn­is hér á landi eru mun meiri sveifl­ur hvað varðar fjölda bana­slysa en í þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Eitt slys hef­ur hlut­falls­lega mun meiri áhrif á heild­ar­fjölda hér á landi en á hinum Norður­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka