Ferjuhöfn undirbúin

Unnið að smíði brúar á Ála.
Unnið að smíði brúar á Ála. mbl.is/RAX

Starfs­menn Suður­verks hafa unnið all­an sól­ar­hring­inn alla daga árs­ins við und­ir­bún­ing Land­eyja­hafn­ar. Verkið er á áætl­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Dof­ra Ey­steins­son­ar fram­kvæmda­stjóra.

Spreng­ing­um í námu á Selja­lands­heiði, flokk­un grjóts­ins og flutn­ingi niður að Markarfljóti lýk­ur um miðjan maí. Sam­hliða er unnið að lagn­ingu nýs veg­ar að höfn­inni, meðal ann­ars með smíði brú­ar á Ála.

Í kaffi­tím­um má sjá fjölda tækja við kaf­fiskúr­inn. Þegar allt grjótið verður komið í far­veg Markarfljóts mun ánni verða veitt aust­ur fyr­ir hrúg­urn­ar, grjót­inu ekið niður sand­inn og notað í varn­argarða. Gerð verða göng und­ir Suður­lands­veg til að trukk­arn­ir þurfi ekki að fara yfir þjóðveg.

Þetta er verk­efni níu­tíu starfs­manna Suður­verks næstu mánuðina og unnið að því af sama krafti og hingað til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert