Hlýnandi loftslag farið að hafa áhrif

Aðmírálsfiðrildi hafa oft flækst hingað til lands.
Aðmírálsfiðrildi hafa oft flækst hingað til lands.

Fiðrildavertíðin hjá Náttúrufræðistofnun hófst í gær. Á heimasíðu stofnunarinnar segir að margt bendi til þess að áhrifa af hlýnun loftslags sé farið að gæta í lífríki landsins. Fiðrildi hafa verið vöktuð með árlegum sýnatökum síðan 1995 og er vöktunin hafin þetta árið.

Verkefnið „Vöktun fiðrilda“ hefur aukið mjög þekkingu á stofnum íslenskra fiðrilda. Merkja má breytingar á háttum gamalgróinna tegunda og vísbendingar eru um nýja landnema. Jafnvel að tegundir sem berast reglulega til landsins með vindum séu teknar að fjölga sér og jafnvel lifa íslenska veturinn af.

Dæmi um það er Kálmölur, sem lengi vel hefur verið algengastur flækingsfiðrilda hér. Veturnir hér virtust of harðir til að þeir lifðu af, en nú virðist það að vera að breytast og hefur nokkuð borið á kálmöl undanfarið. 

Frétt Náttúrufræðistofnunar um fiðrildin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert