Hlýnandi loftslag farið að hafa áhrif

Aðmírálsfiðrildi hafa oft flækst hingað til lands.
Aðmírálsfiðrildi hafa oft flækst hingað til lands.

Fiðrilda­vertíðin hjá Nátt­úru­fræðistofn­un hófst í gær. Á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að margt bendi til þess að áhrifa af hlýn­un lofts­lags sé farið að gæta í líf­ríki lands­ins. Fiðrildi hafa verið vöktuð með ár­leg­um sýna­tök­um síðan 1995 og er vökt­un­in haf­in þetta árið.

Verk­efnið „Vökt­un fiðrilda“ hef­ur aukið mjög þekk­ingu á stofn­um ís­lenskra fiðrilda. Merkja má breyt­ing­ar á hátt­um gam­al­gró­inna teg­unda og vís­bend­ing­ar eru um nýja land­nema. Jafn­vel að teg­und­ir sem ber­ast reglu­lega til lands­ins með vind­um séu tekn­ar að fjölga sér og jafn­vel lifa ís­lenska vet­ur­inn af.

Dæmi um það er Kálmöl­ur, sem lengi vel hef­ur verið al­geng­ast­ur flæk­ings­fiðrilda hér. Vet­urn­ir hér virt­ust of harðir til að þeir lifðu af, en nú virðist það að vera að breyt­ast og hef­ur nokkuð borið á kálmöl und­an­farið. 

Frétt Nátt­úru­fræðistofn­un­ar um fiðrild­in

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert