Háskólanám verði metið til jafns við vinnu

Á fjórða hundrað manns mættu á borgarafund um menntamál sem breiðfylking námsmannahreyfinga stóð fyrir í Háskólabíói í gærkvöldi. Á fundinn mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosningunum í vor og svöruðu þeir fyrirspurnum fundarmanna, sem velflestir voru úr röðum námsmanna.

Tilgangur fundarins var að veita námsmönnum og starfsfólki í menntakerfinu tækifæri til að kynna sér áherslur flokkanna í menntamálum fyrir komandi kosningar.

Að sögn Yngva Freys Einarssonar, fulltrúa í atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands, brunnu ýmis mál á fundargestum, s.s. er varða sumarnám, Lánasjóð íslenskra námsmanna og hvort dregið verður úr fjárframlögum til menntakerfisins vegna efnahagsástandsins. „Fólk er mjög leitt yfir því að háskólanám skuli vera metið þannig að námsmenn fái minni peninga í námslán en sem nemur atvinnu- eða félagsbótum – ekki vegna þess að það sé slæmt að vera á slíkum bótum heldur vegna þess að háskólanám skuli ekki vera metið sem vinna.“

Framsögumenn á fundinum voru Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Saga Garðarsdóttir, stúdent við Listaháskóla Íslands, og Hreiðar Már Árnason framhaldsskólanemi. Fundarstjóri var Sigurjón M. Egilsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert