Kaup á vændi bönnuð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Alþingi samþykkti í kvöld frum­varp um breyt­ing­ar á hegn­ing­ar­lög­un­um sem ger­ir það refsi­vert að kaupa vændi. Viður­lög eru allt að eins árs fang­elsi. Um er að ræða þing­manna­frum­varp um svo­nefnda sænska leið, sem þing­menn úr VG, Fram­sókn­ar­flokki og Sam­fylk­ingu lögðu fram en svipuð frum­vörp hafa verið til um­fjöll­un­ar á Alþingi und­an­far­in ár án þess að fá af­greiðslu.

Frum­varpið var samþykkt með 27 at­kvæðum þing­manna fyrr­greindra flokka þriggja. Þrír þing­menn Sjálf­stæðis­flokks greiddi at­kvæði gegn frum­varpi en 16 þing­menn flokks­ins sátu hjá.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði við at­kvæðagreiðslu um frum­varpið, að það væri afrakst­ur nærri 10 ára bar­áttu þing­manna Vinstri grænna. Með þess­um gleðilegu tíma­mót­um kæm­ist ís­lenskt réttar­far í það horf, að það sé refsi­vert að kaupa sér aðgang að lík­ama annarr­ar mann­eskju.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði þetta gleðilega niður­stöðu. Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að brotið hefði verið blað í Íslands­sög­unni með samþykkt þessa frum­varps. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert