Kvótakerfi ekki breytt

Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ist ekki sjá fram á að gerðar verði breyt­ing­ar á út­hlut­un afla­heim­ilda á næsta fisk­veiðiári sem hefst 1. sept­em­ber. Lengri tíma þurfi að gefa sér í að und­ir­búa breyt­ing­ar á kerf­inu, en bæði VG og Sam­fylk­ing hafa á stefnu­skrá sinni að innkalla veiðiheim­ild­ir og end­urút­hluta þeim. Í stefnu­skrá VG er gert ráð fyr­ir að 5% heim­ilda verið innkallaðar ár­lega.

Stein­grím­ur J. legg­ur áherslu á að verk­efni nýrr­ar rík­is­stjórn­ar sé að móta nýja sjáv­ar­út­vegs­stefnu og að því borði þurfi að koma m.a. út­gerðar­menn, sjó­menn og full­trú­ar sjáv­ar­byggðanna. „Það er aug­ljóst mál að við þurf­um að fara var­lega af stað með breyt­ing­ar á kerf­inu, ekki síst með hliðsjón af ástand­inu núna. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er skuld­sett­ur og hann er okk­ur mik­il­væg­ari en um langt ára­bil.“

Stein­grím­ur seg­ist ekki hafa verið í hópi þeirra stjórn­mála­manna sem hafi lagt áherslu á að breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu leiði til þess að út­hlut­un kvót­ans verði tekju­stofn fyr­ir rík­is­sjóð. „Ég legg meiri áherslu á að grund­vallar­fyr­ir­komu­lagið sé gott, gagn­ist okk­ur, búi út­gerðinni líf­væn­leg skil­yrði en um leið stuðli að meiri sátt í sjáv­ar­út­vegi. Afrakst­ur af góðum og vel rekn­um sjáv­ar­út­vegi skil­ar sér alltaf á end­an­um til þjóðar­inn­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert