Lundinn kominn í Grímsey

Lundinn lét ekki snjóskaflana hræða sig frá brekkunum.
Lundinn lét ekki snjóskaflana hræða sig frá brekkunum. Anna María

Lundinn er sestur upp í Grímsey og varð vart við prófastana í lundabyggðum eyjarinnar í gærkvöldi. Þessi litskrúðugi vorboði tekur nú til við að hreinsa út úr holum sínum og undirbúa varpið.

Sem kunnugt er hefur lundinn átt erfitt uppdráttar við Vestmannaeyjar undanfarin sumur. Þannig hlupu Grímseyingar undir bagga með Vestmannaeyingum í fyrra og sendu þeim tvö þúsund lunda fyrir þjóðhátíðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert