Liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eru nú á leið upp Esjuna til aðstoðar manni sem meiddist neðan við Þverfellshorn. Vitað er hvar maðurinn er staddur. Hjálparbeiðnin barst um kl. 17.45. Maðurinn mun vera fótafær og nýtur aðstoðar samferðarfólks síns á fjallinu.
Ekki er ljóst hvernig maðurinn meiddist. Ekki var talin þörf á að kalla út björgunarsveit, að sögn slökkviliðsins.