Minnisblöð um samtöl Geirs

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Minnisblöð eru til í fórum forsætisráðuneytisins um samtöl Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, við breska ráðamenn í byrjun október síðastliðins. Þau, ásamt öllum tiltækum gögnum í ráðuneytinu sem varða aðdraganda bankahrunsins, hafa verið afhent rannsóknarnefnd Alþingis.

Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns á Alþingi í dag. Siv spurði m.a. um hvort til væru minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn í forsætisráðuneytinu um samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda, þ.m.t. ráðherra, dagana 3.–6. október sl.

Einnig hvort þau gögn geti varpað ljósi á atburðarásina varðandi mögulegan flýti á því að Bretar tækju Icesave-ábyrgðirnar í breska lögsögu. Þá spurði Siv hvort til væru minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn sem benda til þess að forsætisráðherra hafi með einhverjum hætti komið að ákvörðun Seðlabankans um lánveitingar til Landsbankans eða Kaupþings á framangreindum tím.

Í svari forsætisráðherra segir m.a. að það sé verkefni rannsóknarnefndarinnar að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða.  „Forsætisráðuneytið telur því ekki rétt að það leggi mat á þýðingu fyrirliggjandi gagna. Ráðuneytið telur heldur ekki rétt að það endursegi efni gagnanna.“

Siv Friðleifsdóttir á Alþingi.
Siv Friðleifsdóttir á Alþingi. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert