Nýtt örnefnaskilti afhjúpað

Sögukortið.
Sögukortið.

Grinda­vík­ur­bær og Salt­fisk­setrið munu á morg­un klukk­an 13 taka í notk­un nýtt sögu- og ör­nefna­skilti á Gerðavöll­um ofan við Stóru­bót. Af því til­efni er bæj­ar­bú­um og gest­um boðið til  göngu­ferðar um Vell­ina og næsta ná­grenni.

Á skilt­inu er upp­drátt­ur af svæðinu með helstu minj­um og ör­nefn­um, auk texta um svo­nefnt Junkara­gerði, viðverustað þýskra fiski­manna á 15. öld, Virki Eng­lend­inga þar sem loka­orr­usta Grinda­vík­ur­stríðsins fór fram 10. júní árið 1532.

Um er að ræða 6. skiltið í röð slíkra í Grinda­vík. Fram kem­ur á vefn­um Ferl­ir.is, að sjö­unda skiltið verði tekið í notk­un við Hraun aust­an Grinda­vík­ur í sept­em­ber. Með því hafi meg­in­hluti þétt­býlis­hverfa Grinda­vík­ur verið teiknaður upp m.t.t. sýni­legra og sögu­legra minja í tengsl­um við helstu ör­nefn­in. Hug­mynd­in sé, að nýta svo efnið til út­gáfu fyr­ir þá sem vilja eign­ast upp­drætt­ina á kort­un­um svo og til kennslu í grunn­skól­um bæj­ar­ins.

Ferl­ir.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert