Stjórnarskrá ekki breytt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Samkomulag er um lok þingstarfa í dag. Fram kemur í Fréttablaðinu, að rætt verði um frumvarp um stjórnskipunarmál í tvær stundir á Alþingi í dag en málið verði síðan tekið af dagskrá og lokið verði við önnur mál, þar á meðal frumvarp um álver í Helguvík.

Haft er eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks, að þetta sé góð niðurstaða enda hafi stjórnarskrármálið verið lagt fram í ágreiningi við flokkinn.

Haft er eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að þessi niðurstaða staðfesti að sjálfstæðismenn gangi erinda sérhagsmuna og þeir hafi aldrei viljað ná samkomulagi um málið þrátt fyrir yfirlýsingar um annað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka