Stofnað leikhús í Kaffivagninum

Smábátar í höfninni á Flateyri.
Smábátar í höfninni á Flateyri. mbl.is/Ómar

Karl V. Matth­ías­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, sagði á Alþingi í morg­un, að stofnað hefði verið nýtt leik­hús í Kaffi­vagn­in­um i gær þegar Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, boðaði frjáls­ar hand­færa­veiðar í stað byggðakvóta.

Karl sagði, að byggðakvót­inn hefði verið sett­ur á til að bregðast við vanda byggðarlaga sem skapaðist vegna þess að kvóti flutt­ist þaðan. Nú ætti að flytja hann til skak­ara um allt land. Þá hefði þetta út­spil komið eins og búið væri að leyfa frjáls­ar hand­færa­veiðar á Íslandi en þegar bet­ur væri gáð sé ráðherr­ann að segja, að þetta yrði gert þegar hann væri orðinn ráðherra í nýrri rík­is­stjórn. Þótt stjórn­ar­flokk­arn­ir standi vel í skoðana­könn­un­um væri í lagi að sýna smá auðmýkt.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, sagði að það væru von­brigði að þing­menn Frjáls­lynda flokks­ins skuli ekki taka þess­ari til­raun vel, sem hér á að gera, um að auka hand­færa­veiðar.  Það væri einnig ný­mæli að Frjáls­lyndi flokk­ur­inn sæi eft­ir byggðakvót­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert