Stofnað leikhús í Kaffivagninum

Smábátar í höfninni á Flateyri.
Smábátar í höfninni á Flateyri. mbl.is/Ómar

Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði á Alþingi í morgun, að stofnað hefði verið nýtt leikhús í Kaffivagninum i gær þegar Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, boðaði frjálsar handfæraveiðar í stað byggðakvóta.

Karl sagði, að byggðakvótinn hefði verið settur á til að bregðast við vanda byggðarlaga sem skapaðist vegna þess að kvóti fluttist þaðan. Nú ætti að flytja hann til skakara um allt land. Þá hefði þetta útspil komið eins og búið væri að leyfa frjálsar handfæraveiðar á Íslandi en þegar betur væri gáð sé ráðherrann að segja, að þetta yrði gert þegar hann væri orðinn ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þótt stjórnarflokkarnir standi vel í skoðanakönnunum væri í lagi að sýna smá auðmýkt.

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, sagði að það væru vonbrigði að þingmenn Frjálslynda flokksins skuli ekki taka þessari tilraun vel, sem hér á að gera, um að auka handfæraveiðar.  Það væri einnig nýmæli að Frjálslyndi flokkurinn sæi eftir byggðakvótanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert