Þúsundir sækja í sumarstörfin hjá borginni

Alls hafa á fjórða þúsund sótt um tæplega 1.400 sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Garðyrkja, eldhússtörf, heimaþjónusta og vinna við umferðarmerkingar eru meðal starfanna sem auglýst eru á vef Reykjavíkurborgar fyrir sumarið.

Lárus Haraldsson, deildarstjóri vinnumiðlunar Hins hússins, segir ásóknina í störfin meiri en í meðalári. Dæmi séu um að umsækjendur séu eldri en áður og í almennri atvinnuleit á markaði, en sá elsti í ár er fæddur 1943.

„Öllum er velkomið að sækja um. Við tökum við þar sem Vinnuskólanum sleppir og umsækjendur hjá okkur eru því fæddir 1992 og eldri.“

Á þriðjudag höfðu 3.344 sótt um sumarstörfin, en umsóknarfresturinn rennur út 19. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert