Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 14 ára pilt á fjórhjóli í Sandgerði á miðvikudagskvöld. Pilturinn hafði áður ekið um götur bæjarins á ofsahraða, meðal annars á móti umferð. Fréttavefur bæjarins segir frá því að ökumenn torfæruhjóla séu til mikils ama í bæjarfélaginu, þeir skemmi gróður og valdi hávaða.
Pilturinn sem lögregla stöðvaði verður kærður fyrir athæfið. Haft er eftir lögreglu að hann hafi stefnt sér og öðrum í mikla hættu.
Á fréttavefnum, 245.is, Lífið í Sandgerði, má sjá myndbrot af fjórhjólamönnum valda skemmdum á gróðri. Samkvæmt upplýsingum síðuhaldara eru margir ökumenn hjólanna réttindalausir.
Fjórhjólamenn spæna upp gróður