Vilja bjarga Skuggahverfi

00:00
00:00

Snorri Freyr Hilm­ars­son formaður Torfu­sam­tak­anna seg­ir að ör­lög Skugga­hverf­is­ins séu aft­ur kom­in í hend­ur rík­is­ins með gjaldþroti viðskipta­jöfra sem hafi keypt upp göm­ul hús í miðbæn­um til að rífa þau niður og byggja ný. Sam­son Propertys hef­ur óskað eft­ir leyfi til að rífa mörg göm­ul hús, milli  Hverf­is­götu og Lind­ar­götu.  Þá hafa marg­ir aðrir verk­tak­ar og viðskipta­menn, stundað spá­kaup­mennsku með lóðir og fest kaup á hús­um í hverf­inu í góðær­inu í von um að þar verði verðmæt­ar bygg­ingalóðir.

Snorri Freyr seg­ir að breyta þurfi aðal­skipu­lagi til að kom­ast úr þess­um ógöng­um. Moll­væðing­in hafi verið að teygja sig upp í gamla bæ­inn og borg­ar­yf­ir­völd hafi gefið tón­inn með sam­ein­ingu lóða. Nú sé til að mynda horft til Veg­húsa­stígs og menn hafi viljað rífa þar hús.

Varðveislu­gildi þessa hluta miðbæj­ar­ins sé alls ekki minna en grjótaþorps­ins. Það séu mörg göm­ul, fal­leg og sögu­leg hús í hverf­inu. Menn hafi mikið talað niður Hverf­is­götu en Það ljót­asta þar séu í raun ný­leg hús sem eng­inn hafi óskað eft­ir að rífa.

 Hann undr­ast skjót viðbrögð lög­reglu sem rýmdi á dög­un­um gam­alt hús á Vatns­stíg þar sem hústöku­fólk hafði tekið sér ból­festu. Hann seg­ir íbúa í Skugga­hverfi og Þing­holt­un­um mátt búa við að verk­tak­ar láti hús standa opin og hleypt þangað inn útigangs­fólki. Menn segi þetta tæki verk­taka til að ná niður verði og flýta fyr­ir niðurrifi.  Þetta hafi vakið íbú­um í ná­grenn­inu ótta en kvart­an­ir hafi ekki borið mik­inn ár­ang­ur. Þarna hafi hins­veg­ar ekki verið á ferðinni dóp­ist­ar en lög­regl­an hafi verið mjög snögg að hreinsa út. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert