Vinningsmiði fannst fyrir tilviljun

Lottó vinningshafi sem keypti lottómiða í Fjarðarkaupum þann 30. janúar sl. og vann rúmar 17,7 milljónir króna á miðann daginn eftir hefur loks gefið sig fram. Ástæðan fyrir því að þessi stálheppni vinningshafi kom ekki fyrr til að innheimta vinninginn var að miðinn hafði legið í leyni í veskinu og kom í ljós í gær þegar var verið að leita að nótu sem átti að vera þar.

Nótan fannst og einnig miðinn og þessi lukkulegi vinningshafi -sem reyndar er fjölskyldukona á besta aldri sem býr í Hafnarfirði – átti erfitt með að trúa heppni sinn, jafnvel eftir að hafa fengið upphæðina lagða inn á reikninginn sinn og kvittun fyrir því, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. 

 Enn leitar Íslensk getspá að lottómilljónamæring og var sá vinningsmiði seldur í Videómarkaðnum í Kópavogi um kaffileytið mánudaginn 23. mars og miðinn er 10 raða sjálfval og vinningurinn sem er á miðanum er upp á 7,7 milljónir króna.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert