Bankinn kaupir fóðrið

Dæmi eru um að viðskiptabankar bænda hafi þurft að leggja út fyrir fóðurkaupum vegna bágrar fjárhagsstöðu búanna. Landbúnaðarráðuneytið hyggst taka saman yfirlit yfir fjárhagsstöðu bænda í samvinnu við viðskiptabanka þeirra.

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, staðfesti að dæmi væru um að bankar hefðu keypt hey til að halda búrekstrinum gangandi.

Haraldur sagði að ríkisvaldið hefði ekki bent á lausnir fyrir bændur sem ættu í rekstrarerfiðleikum, frekar en aðra sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki. Fjárhagur búanna er jafnan hluti af fjárhag bænda og fjölskyldna þeirra. Þeir fengju með öðrum orðum ekki launatekjur af búinu og þar sem ástandið er hvað verst ættu bændur í erfiðleikum með að kaupa eldsneyti á fjölskyldubílinn og þeir yrðu í auknum mæli að reiða sig á eigin framleiðslu í stað matarinnkaupa.

Sveinn Ingvarsson, varaformaður Bændasamtakanna, sagði að mörgum bændum væri þröngur stakkur skorinn.

Súpa seyðið af bjartsýni og erlendum lánum

Um 30% kúabænda eru í verulegum erfiðleikum, samkvæmt yfirliti hagþjónustu landbúnaðarins frá áramótum.

Minna kjarnfóður

Magnús Jónsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum, segir að þetta séu mjög eðlileg viðbrögð við fjárhagsástandinu. Í stað kjarnfóðurgjafar reyni bændur að fá meira út úr heimafengnu fóðri, heyi, korni o.s.frv. Bændur hafi aukinn áhuga á hvers kyns ræktun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert