Gríðarleg aðsókn hefur verið á Hjálparvakt tannlækna í morgun og er svo komið að ekki er hægt að taka við fleirum í dag, þó þeir sem nú eru þegar mættir muni fá þjónustu.
Þjónustan er veitt í Læknagarði og vegna mikillar eftirspurnar hefur tannlæknum á vaktinni verið fjölgað og eru nú alls 17 tannlæknastólar í notkun.
Markmiðið er að veita börnum og unglingum ókeypis tannslæknaþjónustu en samkvæmt rannsóknum er tannheilsa íslenskra barna sú versta á Norðurlöndum.
Þjónustan verður næst laugardaginn 9. maí og svo hinn 23. maí.
Ákveðið var að ýta verkefninu úr vör eftir að efnahagskreppan skalla á en hún þótti, ásamt tannheilsu ungmanna, gefa tilefni til slíks átaks.