Ísland fullnægir aðeins einu af sjö skilyrðum Maastricht-sáttmálans til að hægt sé að taka upp evru. „Það kreppuástand sem hér ríkir [...] mun leiða til þess að verðbólga mun lækka mjög snöggt.“ Verðbólgan hafi lækkað ört og því ekkert því til fyrirstöðu að ná Maastricht-skilyrðum vegna hennar á mjög skömmum tíma.
Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar fyrir nefnd fyrri ríkisstjórnar um þróun Evrópumála.
„Það sem helst myndi hamla því að ná vaxtaákvæði Maastricht-samningsins er áhættuálag á Íslandi og því mikilvægt að endurskipulagning fjármálakerfisins gangi sem hraðast.“ Veikleikinn felist í ríkisfjármálum, en svo fremi sem fjárlagahallinn verði ekki meiri, skattar hækkaðir eða kostnaður við rekstur ríkisins minnkaður, ætti að fást undanþága.