Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir

Sam­band garðyrkju­bænda ákvað á aðal­fundi á föstu­dag að skrifa ekki und­ir samn­ing við land­búnaðarráðherra um niður­skurð á greiðslum til bænda og jafn­framt um fram­leng­ingu á bú­vöru­samn­ing­um, að því er kem­ur fram á frétta­vefn­um Suður­land­inu.is.

Bænda­sam­tök Íslands skrifuðu í dag und­ir breyt­ing­ar á gild­andi samn­ing um starfs­skil­yrði mjólk­ur­fram­leiðslu og sauðfjár­rækt­ar. Verður stuðning­ur við bænd­ur  skert­ur á þriggja ára tíma­bili en samn­ing­ur­inn er jafn­framt fram­lengd­ur um tvö ár. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, land­búnaðarráðherra, sagði í dag að að með þessu sam­komu­lagi sé stigið mik­il­vægt skref í átt til þjóðarsátt­ar um nauðsyn­leg­ar aðgerðir til að tak­ast á við þá erfiðu tíma sem þjóðin geng­ur nú í gegn­um.

Haft er eft­ir Bjarna Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­bands garðyrkju­bænda, á Suður­land­inu.is, að ekki geti verið um þjóðarsátt að ræða þegar ósamið sé við einn aðila af þrem­ur. Garðyrkju­bænd­ur vilji fyrst fá af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu um að hætt verði við fjórðungs hækk­un á raf­magni sem fyrr­ver­andi land­búnaðarráðherra ákvað.

Bjarni seg­ir að ákvörðun  Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, fyrr­ver­andi ráðherra, um breyt­ing­ar á niður­greiðslu raf­magns hafi þýtt 25% hækk­un á raf­magni frá 1. fe­brú­ar síðastliðnum. Í vik­unni hafi garðyrkju­bænd­ur verið að fá fyrstu reikn­ing­ana eft­ir breyt­ing­arn­ar og hafi þeir ekki treyst sér til að skrifa und­ir nýj­an bú­vöru­samn­ing við ráðuneytið fyrr en hætt yrði við raf­magns­hækk­un­ina.

Bjarni seg­ir þol­in­mæði garðyrkju­manna á þrot­um en þeir fóru fram á það í vik­unni að fá af­drátt­ar­lausa yf­ir­lýs­ingu um að ekki kæmi til hækk­un­ar raf­magns­kostnaðar. Hann seg­ir fjórðungs hækk­un koma mjög illa við garðyrkju­fyr­ir­tæki þar sem fram­legð sé mjög lág.

Fram­kvæmda­stjóri Sam­bands garðyrkju­bænda seg­ir að garðyrkju­bænd­ur séu til­bún­ir til þjóðarsátt­ar um land­búnaðinn verði komið til móts við kröf­ur þeirra. Hann treyst­ir á það að málið verði leyst eft­ir helgi.

Suður­landið.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka