Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun um að leggja þjóðhagslegt mat á hvalveiðar við Ísland. Í matinu verður litið til áhrifa hvalveiða á atvinnustig, fjárfestingar og útflutningstekjur auk afleiddra áhrifa á ferðaþjónustu og önnur hugsanleg áhrif á aðrar atvinnugreinar.
Gert er ráð fyrir að í skýrslunni verði fjallað m.a. um umfang hvalveiða á Íslandi og tengdra greina, áhrif hvala á lífríkið og efnahagsleg áhrif þeirra og áhrif hvalveiða á aðrar atvinnugreinar.