Safna upplýsingum tíu ár aftur í tímann

Séð yfir Kópavog.
Séð yfir Kópavog. www.mats.is

Samfylkingin hefur óskað eftir ítarlegum upplýsingum um viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur bæjarstjórans, Gunnars I. Birgissonar. Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi heimildir fyrir því að fyrirtæki dóttur hans hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu síðustu ár og fullyrðir að fyrirtækið hafi fengið milljónir greiddar.

„Okkur vitanlega hefur fyrirtækið aðeins einu sinni á síðustu tíu árum fengið verk í gegnum útboð.“

Gunnar segir Samfylkinguna fara frjálslega með sannleika málsins og vísar því á bug að fyrirtækið hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu. „Ég hef ekki milligöngu um viðskipti við hana.“ Það sé í höndum starfsmanna byggt á verðkönnunum og útboðum.

 Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi bæjarins, segir gögnunum nú safnað saman tíu ár aftur í tímann og þegar sé ljóst að önnur fyrirtæki hafi verið umsvifameiri í viðskiptum um upplýsingamál við Kópavogsbæ. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert