Stórslysaæfing í Keflavík

Nú stendur yfir stórslysaæfing á Keflavíkurflugvelli.
Nú stendur yfir stórslysaæfing á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/ÞÖK

Nú stendur yfir flugslysaæfing á flugvöllunum í Keflavík og á Þórshöfn. Markmiðið er æfa viðbrögð við sprengjuhótun í flugvél. 

Um stórslysaæfingu er að ræða og koma að henni lögreglan, björgunarsveitir, Landhelgisgæslan, slökkvilið og almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa Keflavíkurflugvallar, gengur æfingin samkvæmt áætlun.

Hann segir rúmlega 300 manns koma að æfingunni en fjöldi fólks leikur farþega flugvélar þar sem sprenging hefur orðið af mannavöldum eftir lendingu.

Í Keflavík fer fram æfing á viðbrögðum samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar. Æfingin  er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir eru prófaðir fyrstu klukkustundir eftir flugslys.

Líkt er eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem endar með slysi eftir lendingu og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samþættingu beggja áætlana.

Á Þórshöfn fer fram verkþáttaæfing vegna fluslyss samkvæmt flugslysaáætlun flugvallarins þar.

Samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna æfinganna.

Hluti af æfingunni er að koma slösuðum af vettvangi á nærliggjandi sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert